Í ársbyrjun 1998 tóku núverandi eigendur við rekstri Innviða ehf. Var fyrirtækið þá staðsett á Kársnesbraut 98, Kópavogi.
Starfsemin flutti 30. oktober 2005 í nýrra og betra húsnæði að Smiðjuvegi 36 í Kópavogi.
Fyrirtækið hefur í áranna rás eflst og stækkað í viðleitni sinni að veita fljóta og góða þjónustu.
Helstu viðskiptavinir Innviða eru trésmíðaverkstæði sem sérhæfa sig í allskyns innréttingum, hurða- og gluggaframleiðendur, verktakar og arkitektar sem sjá um efnisval fyrir viðskiptavini sína. Einnig hefur færst í vöxt að einstaklingar komi og velji sér til dæmis spón við hæfi.
Hjá Innviðum starfa tveir starfsmenn:
Björgólfur Stefánsson – Framkvæmdastjóri – Sími: 564-3636 – [email protected]
Sveinbjörn Leósson – Sölumaður – Sími: 564 3636 – [email protected]