Vissir þú….

… að á mörgum trjátegundum er kvóti og því einungis leyfilegt að fella ákveðið mörg tré á ári. Til dæmis er kvóti á Tekk og suður-amerísku Mahoní.

… að Innviðir selja nú hið vinsæla Duropal harðplast. Gæði og góð ending einkenna Duropal ásamt miklu litaúrvali. Innviðir hafa aukið við litaúrvalið og eiga nú yfir 80 liti til á lager, skoðaðu úrvalið hér á heimasíðunni eða kíktu í heimsókn.

… að skógar Evrópu hafa vaxið um 40% frá stríðslokum. Því ber að þakka strangri umhverfisstefnu.

… að í Kanada skal gróðursetja tvö tré fyrir hvert eitt sem er höggvið.

… að rúm 97% af timburvinnslu í heiminum fer til framleiðslu á pappír og pappa, um 2% í borðvið og 0,004% í spón.

… að menn telja að yfir 40.000 tegundir af viði vaxi í heiminum.

… að hvert einasta tré er einstakt líkt og mannfólkið. Spónn er því breytilegur þrátt fyrir að um sömu tegund sé að ræða. Jafnframt er spónninn mismunandi eftir því úr hvaða hluta trésins hann er unninn. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar spónn er valinn.

.. að Fritz Kohl, aðalbirgir Innviða á spón, framleiðir um 14 milljónir fermetra af spæni á hverju ári og selur afurðir sínar um allan heim. Kohl framleiðir einnig um 10.000 rúmmetra af harðvið á hverju ári. Kohl starfar undir ströngum umhverfisvottunum og keyrir meðal annars verksmiðjur sínar á afsagi sem fellur til við vinnsluna.

… að á mörgum trjátegundum er kvóti og því einungis leyfilegt að fella ákveðið mörg tré á ári. Til dæmis er kvóti á Tekk og suður-amerísku Mahoní.