Spónn – Harðviður

Allar gerðir af spón og harðviði

Fritz Kohl GmbH er alþjóðlegt fyrirtæki sem framleiðir spón úr fjölmörgum trjátegundum. Þeir hafa græna umhverfisvottun ( FSC – PEFC ) og framleiða sína eigin orku sjálfir úr spæni. Viðskiptatengsl þeirra við Ísland nær aftur til 1960.

Fritz Khol GmbH –  www.fritz-kohl.de

Skoða spón frá Fritz Khol

Finieline spónn, samsettur og litaður

IPIR er ítalskt fyrirtæki sem framleiðir samsettan spón ( fineline ) úr aspartrjám. Hægt er að fá vöruna í ýmsum litum, stærðum og gerðum. Spónninn er fáanlegur frá 0,3 – 2,5 mm að þykkt og er einnig hægt að fá harðvið í sama lit.

F.lli zangheri  co –  www.ipir.com

Harðviður

WOB Timber er 115 ára gamalt fyrirtæki staðsett í Hamborg. Þeir eru með mjög gott úrval af harðvið bæði frá evrópu, afríku og ameríku. Viðurinn fæst bæði ofnþurrkaður og loftþurrkaður í ýmsum þykktum og lengdum.

WOB GmbH –  www.importholz.de

Harðplast

Harðplast – Melaminhúðaðar plötur

Duropal / Pfleiderer eru heimsþekktir framleiðendur á harðplasti, spónaplötum ýmis konar og melamin húðuðum plötum.  Harðplastið er einkum notað þar sem krafa um slitsterka fleti er að ræða. S.s. skóla, dagheimili, sjúkrastofnanir o.s.fr. um fjölmarga liti er að ræða sem og boðið er upp á ýmsar áferðir. Fyrirtækið hefur umhverfisvæna vottun og byggir sína framleiðslu á prenttækni.

Duropal / Pfleiderer – www.pfleiderer.com

Felliþröskuldar og klemmuvarnir

Felliþröskuldar og Klemmuvarnir fyrir hurðir

Athmer er söluhæsta fyrirtæki Evrópu á felliþröskuldum og klemmuvörnum. Felliþröskuldarnir eru með ESB vottun hvað varðar reyk, eld, hávaða auk þess sem þeir eru vörn gegn vatnsskemmdum. Vegna aukinna öryggiskrafna eru klemmuvarnirnar orðnir staðalbúnaður víða þegar kemur að opinberum byggingum s.s. barnaheimilum, skólum,dagheimilum o.s.frv.

Viðar- og plastkantlímingar

Viðarkantlímingar á rúllum

Viðarkantlímingar koma frá Rollwood sem staðsett er í Þýskalandi. Fyrirtækið sem vinnur eftir viðurkenndum gæðastöðlum framleiðir kantspón í ýmsum þykktum og breiddum úr ekta spónavið.

ABS plastkantlímingar á rúllum

Frá Ostermann koma plastkantlímingar og melamin kantar sem eru umhverfisvæn framleiðsla. Þeir eru sérstaklega gerðir til að þola raka, hita, högg og rispur. Fást ABS kantarnir í 1,0 og 2,0 mm þykkt og eru breiddir 23 – 33 – 43 mm standard framleiðsla en hægt að fá breiddir sérskornar.

Rudolf Ostermann –  www.ostermann.eu

Bílskúrshurðarjárn

Gæða bílskúrshurðajárn frá Noregi

Bjóðum upp á norsk bílskúrshurðajárn fyrir heila fleka frá Viking / LOBAS

LOBAS – www.lobas.no

Náttúruplötur

Umhverfisvænar organic náttúruplötur

Umhverfisvænar gróðurplötur með eiginleika ósvikinnar náttúru. Þær bjóða upp á nýja möguleika með náttúrulegum hráefnum í fyrirrúmi. Þeir nota aðeins náttúruleg og umhverfisvæn hráefni sem hafa ekki áður verið notuð í hefðbundið framleiðsluferli.

Í verksmiðjum þeirra í Tyrol í hjarta Alpana leggja þeir áherslu á vistfræði og sjálfbærni við framleiðsluna. Nota þeir 100% græna orku og nota líffræðilegar lausnir við meðferð úrgangsefna.

Þetta er eina leiðin til þess að ná fram þessum einstöku eiginleikum með ósviknum ilm, tilfinningu og ósvikna útliti.

Límtré

Límtré margar tegundir

Danska fyrirtækið Herning Massivtræ A/S framleiðir límtré úr 30 tegundum af harðvið. Þeir versla við sögunarmillur víðsvegar um heiminn og leggja áherslu á vönduð vinnubrögð hvað varðar gæðaflokkun og umhverfisvernd.

Herning Massivtræ AS – www.hmt.net