Athmer er leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á þétti og öryggisbúnaði fyrir hurðir. Má þar nefna felliþröskulda og klemmuvarnir sem fylgja ströngustu gæðakröfum. Felliþröskuldarnir frá Athmer bera ESB vottun hvað varðar reyk, eld og hávaða, ásamt vottun frá HMS til notknunnar í brunahólfandi innihurðir.
Helstu vörur sem Athmer framleiðir eru Felliþröskuldar - Klemmuvarnir - Skellivarnir - Þéttikantar - Hurðastopparar.