Við útvegum byggingarefni
fyrir Smíða- og innréttingaverkstæði
Arkitekta og hönnuði
Byggingaverktaka
Á landsvísu
Innréttingalausnir
-
Kynntu þér nýstárlegar innréttingalausnir frá leiðandi framleiðendum um heiminn
Hurðalausnir
-
Hágæða hurðalausnir frá þýska framleiðandanum Athmer.
Byggingalausnir
-
Byggingalausnir frá leiðandi framleiðendum á heimsvísu.
Efnavörur
-
Efnavörur fyrir yfirborðsmeðferðir á timbur á borð við viðarolíur, vax, epoxy og liti.
Megin áherslur
Arkitektar og hönnuðir
Við leggjum áherslu á að aðstoða arkitekta og hönnuði með upplýsingar um þær vörur sem við höfum upp á að bjóða. Við útvegum kynningarefni eins og prufur og bæklinga, veitum ráðgjöf og höldum kynningar á vörum okkar sé þess óskað.
Smíða- og innréttingaverkstæði
Smíða- og innréttingaverkstæði eru okkar helstu samstarfsaðilar og er okkur einkar mikilvægt að veita skjóta og góða þjónustu þar sem að mannlegi þátturinn er í fyrirrúmi. Við leggjum áherslu á að okkar vörur uppfylli ströngustu kröfur um gæði, áræðanleika og sjálfbærni.
Byggingaverktakar
Samstarf við byggingaverktaka er ein af okkar megin áherslum þar sem við veitum meðal annars ráðgjöf og upplýsingar varðandi eiginleika, notkunarsvið og uppsetningar á vörum frá framleiðendum okkar.
Smiðjuvegi 36. (rauð gata) 200 Kópavogur, Iceland
Netfang:
Fylgdu okkur:
Opnunartímar:
Mánudaga | 08.00 – 12.00, 13.00 - 17.00 |
Þriðjudaga | 08.00 – 12.00, 13.00 – 17.00 |
Miðvikudaga | 08.00 – 12.00, 13.00 – 17.00 |
Fimmtudaga | 08.00 – 12.00, 13.00 – 17.00 |
Föstudaga | 08.00 – 12.00, 13.00 – 16.30 |
Skráðu þig á póstlistann okkar
Birgjar
-
Pressaðar pappaplötur og spónaplötur frá Pfleiderer.
Pfleiderer - Fegurð, fjölbreytileiki og sjálfbærni í yfirborðslausnum Pfleiderer býður upp á einstakt úrval yfirborðslausna þar sem fegurð og gæði fara saman. Vörulína okkar inniheldur fjölbreytt úrval lita, áferða og mynstra sem henta fyrir öll byggingar- og innréttingaverkefni. Hvort sem þú ert að leita að hlýjum viðarútlitum, nútímalegum einlitum eða einstökum mynstrum, þá finnurðu fullkomna lausn hjá Pfleiderer. Við erum einnig stolt af því að margar af vörum okkar hafa hlotið viðurkenninguna Blái Engillinn, sem er virt umhverfismerking sem staðfestir að vörurnar uppfylla strangar kröfur umhverfisverndar. Þessi viðurkenning tryggir að viðskiptavinir okkar fái ekki aðeins fagurfræðilega heillandi lausnir, heldur einnig vörur sem stuðla að sjálfbærni. Pfleiderer - Þar sem fegurð, fjölbreytni og sjálfbærni mætast í yfirborðslausnum. -
Allar gerðir af spón og harðvið
Fritz Kohl GmbH er alþjóðlegt fyrirtæki sem framleiðir spón úr fjölmörgum trjátegundum. Þeir hafa græna umhverfisvottun ( FSC – PEFC ) og framleiða sína eigin orku sjálfir úr spæni. -
Felliþröskuldar og klemmuvarnir fyrir hurðir
Athmer er söluhæsta fyrirtæki Evrópu á felliþröskuldum og klemmuvörnum. Felliþröskuldarnir eru með ESB vottun hvað varðar reyk, eld og hávaða ,auk þess sem þeir eru vörn gegn vatnsskemmdum. -
ABS plastkantlímingar á rúllum
Frá Ostermann koma plastkantlímingar og melamin kantar sem eru umhverfisvæn framleiðsla. Þeir eru sérstaklega gerðir til að þola raka, hita, högg og rispur. Fást ABS kantarnir í 1,0 og 2,0 mm þykkt og eru breiddir 23 – 33 – 43 mm standard framleiðsla en hægt að fá breiddir sérskornar. -
Límtré margar tegundir
Danska fyrirtækið Herning Massivtræ A/S framleiðir límtré úr 30 tegundum af harðvið. Þeir versla við sögunarmillur víðsvegar um heiminn og leggja áherslu á vönduð vinnubrögð hvað varðar gæðaflokkun og umhverfisvernd. -
-
d